sun 15. október 2017 15:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Origi skoraði í fjórða jafntefli Wolfsburg í röð
Origi var á skotskónum.
Origi var á skotskónum.
Mynd: Getty Images
Bayer Leverkusen 2 - 2 Wolfsburg
1-0 Lars Bender ('29)
1-1 Divock Origi ('44)
2-1 Lucas Alario ('61)
2-2 Jakub Blaszczykowski ('69)

Jafntefli var niðurstaðan þegar Bayer Leverkusen og Wolfsburg mættust í fyrri leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni.

Miðjumaðurinn Lars Bender kom heimamönnum í Bayer Leverkusen yfir eftir rétt tæpan hálftíma, en áður en fyrri hálfleiknum lauk hafði Divock Origi, lánsmaður frá Liverpool, jafnað fyrir Wolfsburg.

Leverkusen komst aftur yfir eftir rúman klukkutíma, en aftur jafnaði Wolfsburg. Nú var það Kuba, Jakub Blaszczykowski, sem gerði það.

Lokatölur 2-2, en bæði lið hafa verið í vandræðum á tímabilinu. Leverkusen er með níu stig í 12. sæti og Wolfsburg er með átta stig í 14. sæti. Wolfsburg hefur gert fjórða jafntefli í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner