sun 15. október 2017 15:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Sara Björk og stöllur töpuðu stigum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Wolfsburg 2 - 2 Turbine Potsdam
1-0 Anna Blässe ('14)
1-1 Tabea Kemme ('22)
2-1 Pernille Mosegaard-Harder ('73)
2-2 Tabea Kemme ('77)

Sara Björk Gunnarsdóttir var á sínum stað í liði Wolfsburg sem mætti Potsdam í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Á síðasta tímabili vann Wolfsburg deildina og Potsdam var í þriðja sæti. Það munaði aðeins fjórum stigum á liðunum þá, en það munaði einnig fjórum stigum á liðunum í dag.

Úr varð hörkuleikur. Wolfsburg komst 1-0 yfir á 14. mínútu, en Tabea Kemme jafnaði metin stuttu síðar.

Pernille Moseaard-Harder kom Wolfsburg aftur yfir, en aftur jafnaði Tabea Kemme fyrir Potsdam.

Lokatölur voru 2-2, en Wolfsburg var með fullkominn árangur fyrir þennan leik og hafði ekki fengið á sig mark. Sara og stöllur hennar eru núna með 13 stig að fimm leikjum loknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner