Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 15. október 2017 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham og Chelsea hafa áhuga á fyrrverandi leikmanni Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tottenham og Chelsea hafa verið að fylgjast með Callum Brittain, ungstirni í liði MK Dons sem var lánaður til Þróttar R. sumarið 2016.

Brittain spilaði sex deildarleiki fyrir Þrótt er félagið féll úr Pepsi-deildinni, en hann hefur verið að gera mjög góða hluti fyrir MK Dons og var valinn í U20 ára landslið Englendinga í september.

Southampton er einnig meðal áhugasamra félaga en Brittain hefur byrjað tímabilið vel í ensku C-deildinni þar sem hann spilar sem hægri bakvörður.

Brittain braust inn í byrjunarlið MK Dons á síðasta tímabili en spilaði þá á hægri kanti. Nú hefur hann fært sig aftar og virðist staða hægri bakvarðar henta honum afar vel.

Samningur leikmannsins við MK Dons rennur út næsta sumar og gæti hann því verið seldur í janúar.
Athugasemdir
banner
banner