Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 15. október 2017 22:03
Ívan Guðjón Baldursson
Yaya Toure vill koma í veg fyrir fordóma í Rússlandi
Mynd: Getty Images
Yaya Toure sendi skýr skilaboð til FIFA og rússneskra yfirvalda þegar hann sagði að kynþáttafordómar gætu skemmt HM í Rússlandi.

Yaya spilaði fyrir Metalurh Donetsk í Úkraínu í 18 mánuði og kann því rússnesku.

„Knattspyrna er svo falleg íþrótt, hún snýst um að skemmta sér og horfa á bestu leikmenn í heimi keppa við hvorn annan," sagði Yaya.

„Of mörg kynþáttafordómamál gætu sett svartan blett á keppnina, en ég vona innilega að Rússar standist þessa tilraun og hagi sér sómasamlega.

„Ég vil bara segja við FIFA og rússnesk yfirvöld að ég er til staðar og mun gera allt í mínu valdi til að aðstoða við að koma í veg fyrir kynþáttafordóma."


Yaya Toure spilaði 100 landsleiki fyrir Fílabeinsströndina áður en hann lagði landsliðsskóna á hilluna í fyrra, en Fílabeinsströndin spilar úrslitaleik við Marokkó 11. nóvember um hvor þjóðin fer á HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner