Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 15. nóvember 2016 09:00
Magnús Már Einarsson
Malta
Maltneski Messi bætir met - „Svipaður á hæð og Valtýr Björn"
Icelandair
Mifsud í leik með Þjóðverjum árið 2010.
Mifsud í leik með Þjóðverjum árið 2010.
Mynd: Getty Images
Mifsud í leik með Coventry árið 2008.
Mifsud í leik með Coventry árið 2008.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Michael Mifsud er langmarkahæsti leikmaður í sögu Möltu en hann hefur skorað 40 mörk í 121 landsleik á ferlinum. Hann er með 17 mörkum meira en Carmel Busuttil sem er næstmarkahæstur í sögu Möltu.

Mifsud verður í eldlínunni með Möltu í vináttuleiknum gegn Íslandi í kvöld en þá mun hann setja met sem leikjahæsti leikmaður Möltu frá upphafi.

Mifsud er orðinn 35 ára gamall en hann hefur verið potturinn og pannann í sóknarleik Möltu síðan hann byrjaði að leika með landsliðinu árið 2000.

Logi Ólafsson, þáverandi landsliðsþjálfari, talaði meðal annars sérstaklega um Mifsud í viðtali við Fótbolta.net fyrir leik gegn Möltu árið 2004.

„Hann er svipaður á hæð og Valtýr Björn (Valtýsson íþróttafréttamaður). Mifsud er eldfljótur og sennilega fljótari en Valtýr," sagði Logi í viðtalinu en Mifsud er 164 cm á hæð.

Árið 2007 vakti Mifsud mikla athygli þegar hann skoraði bæði mörk Coventry í 2-0 sigri liðsins á Manchester United í enska deildabikarnum. La Gazzetta dello Sport kallaði hann „maltneska Messi" í kjölfarið.

Mifsud lék með Coventry til ársins 2009 en hann var á tímabili liðsfélagi Arons Einars Gunnarssonar þar. Mifsud lék einnig með Barnsley á láni árið 2009. Áður hafði Mifsud spilað með Lilleström í Noregi.

Frá árinu 2010 hefur Misfud leikið í heimalandi sínu Möltu fyrir utan stutt stopp hjá Melbourne Heart í Ástralíu.

Sjá einnig:
Flóðljósaframleiðandi spilar gegn Íslandi (Kynning á maltneska liðinu)
Athugasemdir
banner
banner