mið 15. nóvember 2017 12:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfreð ræðir um Ísland, víkingaklappið og getnaðarlimi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
DW - Kick off! sjónvarpsþátturinn í Þýskalandi tók á dögunum skemmtilegt viðtal við íslenska landsliðsframherjann Alfreð Finnbogason.

Alfreð leikur í Þýskalandi með Augsburg og hefur verið að gera flotta hluti þar.

Hann er kominn á HM með Íslandi, en fréttamaður DW - Kick Off! fékk að spyrja Alfreð út í allt milli himins og jarðar.

„Við erum eins og ein stór fjölskylda, í landsliðinu eru sex eða sjö af bestu vinum mínum," segir Alfreð þegar hann er spurður út í árangur íslenska landsliðsins.

Víkingaklappið er löngu orðið heimsfrægt.

„Þetta var ekki planað, en þetta var snilldar markaðsherferð fyrir íslenska landsliðið. Við urðum þekkir fyrir víkingaklappið og þetta var tenging okkar við stuðningsmennina, allir elskuðu það."

Svo tók fréttamaðurinn upp á því að spyrja Alfreð m.a. út í þorramat, álfa og reðursafnið á Íslandi.

„Ég hef komið þangað," segir Alfreð aðspurður út í reðursafnið. „Þarna eru margir getnaðarlimir af alls konar dýrum og þarna er einnig getnaðarlimur af manni. Það var maður sem gaf safninu getnaðarliminn sinn eftir að hann lést."

„Ég hvet alla að fara þangað," sagði Alfreð einnig.

Viðtalið er í heild sinni hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner