Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. nóvember 2017 21:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Andri Steinn Birgisson ráðinn aðstoðarþjálfari Vals
Andri Steinn er kominn á Hlíðarenda
Andri Steinn er kominn á Hlíðarenda
Mynd: Þróttur Vogum
Andri Steinn Birgisson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari kvennaliðs Vals.

Pétur Pétursson var ráðinn sem þjálfari liðsins á dögunum eftir að Úlfar Blandon hætti og verður Andri Steinn honum til aðstoðar.

„Þetta er mjög gott skref á mínum þjálfaraferli. Valur er stórt félag á Íslandi og mikil saga í klúbbnum. Það er alltaf stefnt á titla í Val og á því verður engin breyting," sagði Andri Steinn við Val.is

Andri Steinn er mörgum knattspyrnuáhugamönnum kunnur en hann á fjölda leikja í efstu deild. Hann lék með liðum eins og Fjölni, Fram, Grindavík og Keflavík.

Þá var hann einnig þjálfari hjá Þrótti Vogum og Hvíta Riddaranum síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner