Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. nóvember 2017 17:50
Elvar Geir Magnússon
Búið að reka Ventura (Staðfest)
Óvinsælasti maður Ítalíu.
Óvinsælasti maður Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Stjórn ítalska knattspyrnusambandsins hefur staðfest að búið er að reka landsliðsþjálfarann Giampiero Ventura.

Ventura fékk í vikunni þann vafasama heiður að vera fyrsti þjálfarinn sem nær ekki að stýra Ítalíu í lokakeppni HM.

Síðasta HM sem Ítalía tók ekki þátt í var 1958 en á þeim dögum var nefnd sem valdi þátttöðuþjóðirnar.

Ventura, sem er fyrrum þjálfari Torino, neitaði að segja sjálfur af sér eftir að Svíar slóu Ítalíu út í umspilinu.

Ítalska sambandið sendi frá sér stutta en auðskiljanlega tilkynningu í dag þar sem segir Ventura sé ekki lengur landsliðsþjálfari.

Sjá einnig:
Ventura: Ég tapaði bara tveimur leikjum

Carlo Ancelotti, fyrrum stjóri Juventus, AC Milan og Bayern München, er efstur á blaði hjá ítalska knattspyrnusambandinu og segja fjölmiðlar að þegar sé búið að hafa samband við hann.
Athugasemdir
banner
banner