Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. nóvember 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
„Eriksen er klárlega í topp tíu í heiminum"
Mynd: Getty Images
Age Hareide, landsliðsþjálfari Dana, hrósaði Christian Eriksen í hástert eftir 5-1 sigurinn á Írum í umspili í gær.

Eriksen skoraði þrennu með glæsilegum skotum í leiknum. Eriksen hefur einnig átt góðu gengi að fagna með Tottenam og Age segir að hann sé einn af tíu bestu leikmönnum í heimi.

„Það er erfitt að raða þessu niður en við sáum leikinn gegn Real Madrid í Meistaradeildinni og hann er líkelga einn besti leikmaðurinn í sinni stöðu í Evrópu í augnablikinu," sagði Hareide.

„Ronaldo, Messi og fleiri eru að spila frammi. Christian er meiri vængmaður eða miðjumaður. Hann getur skorað og lagt upp mörk og fundið svæði. Hann er klárlega í topp tíu."

Sjá einnig:
Sjáðu stórglæsilega þrennu Eriksen í kvöld
Athugasemdir
banner