Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. nóvember 2017 23:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Evans vill myndbandsdómara
Corry Evans (lengst til hægri) hissa á vítaspyrnudómnum
Corry Evans (lengst til hægri) hissa á vítaspyrnudómnum
Mynd: Getty Images
Corry Evans vill að myndbandstækni verði notuð í stórum leikjum eftir að Norður-Írland mistókst að komast á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar.

Norður-Írland tapaði tveggja leikja umspili gegn Sviss, samanlagt 1-0.

Eina mark einvígsins kom úr vítaspyrnu sem dæmd var á eftir að boltinn fór í hönd Evans.

Boltinn fór hins vegar aldrei hendina á Evans og eru Norður-Írar ansi svekktir eftir einvígið.

„Vonandi munu dómarar horfa á þetta atvik, læra af þessu og koma með myndbandstækni fyrr í knattspyrnuna. "

Evans viðurkennir að hann hafi verið í losti eftir atvikið en hann fékk gult spjald fyrir það, og missti af seinni leiknum í Sviss vegna þess. Heldur betur dýr mistök hjá dómaranum.

„Það var dæmt víti á mig fyrir eitthvað sem ég gerði ekki. Það leiddi til þess að ég missti af einum stærsta leik landsliðsferils míns. Það er erfitt að kyngja því."
Athugasemdir
banner
banner
banner