Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 15. nóvember 2017 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hefði gefið Eriksen 100 í einkunn ef það væri hægt
Mynd: Getty Images
Christian Eriksen átti einn sinn allra besta leik í landsliðstreyju Danmerkur í 5-1 sigri á Írlandi í umspili fyrir HM í gær.

Eriksen skoraði þrennu í sigrinum sem varð þess valdandi að Danir verða með í veislunni í Rússlandi næsta sumar.

Í einkunnargjöf danska ríkistútvarpsins í gær er þetta sagt um Eriksen:

„Í 75. landsleiknum (aðeins 25 ára gamall!). Sýndi frábæra sparktækni í þegar hann kom Dönum í 2-1. Líka í 3-1, og já, líka í 4-1. Ef Eriksen gæti fengið einkunnina 100, þá myndi hann fá hana."

Eriksen fékk 12 í einkunn, en það er það hæsta sem hægt er að fá í einkunnargjöf danska ríkistúrvarpsins.

Sjá einnig:
Sjáðu stórglæsilega þrennu Eriksen í kvöld
Athugasemdir
banner
banner