Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. nóvember 2017 22:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Landsliðsmenn Írlands eiga ekki skilið gagnrýni
Írar töpuðu gegn Dönum í umspili um laust sæti á HM
Írar töpuðu gegn Dönum í umspili um laust sæti á HM
Mynd: Getty Images
Leikmenn Íralnds eiga ekki skilið gagnrýni fyrir að mistakast að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar segir Stephen Hunt, fyrrum landsliðsmaður Írlands.

Írar mættu Dönum í umspili um sæti á HM. Fyrri leikur liðanna fór 0-0 í Danmörku en Danir léku á alls oddi í gær og sigraði 5-1 í Dublin.

Hunt vill ekki kenna leikmönnunum um tapið og telur að undankeppnin í heild sinni hafi verið góð hjá Írum.

„Þetta er pirrandi fyrir alla. Það var mikið af einstaklingsmistökum í gær en ég ætla ekki að standa hér og gagnrýna leikmenn sem hafa gefið allt sitt síðastliðin tvö ár," sagði Hunt við Sky Sports.

„Gærkvöldið voru að sjálfsögðu vonbrigði, 5-1 tap gegn Danmörku á heimavelli er ekki gott og leikmennirnir vita það vel. Það er ekki eins og þeir skilji þetta ekki. Þeir vöknuðu upp í morgun, alveg jafn leiðir og allir aðrir. Svona gerist og þú verður bara að reyna aftur."
Athugasemdir
banner
banner
banner