mið 15. nóvember 2017 22:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Lewandowski hvetur Bayern til að kaupa annan framherja
Lewandowski vill fá aðeins meiri hvíld hjá Bayern
Lewandowski vill fá aðeins meiri hvíld hjá Bayern
Mynd: Getty Images
Robert Lewandowski, stjörnuframherji þýsku meistaranna í Bayern Munchen hefur hvatt félagið til þess að fá annan framherja í leikmannahóp félagsins.

Lewandowski vill fá annan framherja til þess að létta á sínum eigin herðum en hann hefur leikið alla ellefu leiki félagsins í þýsku úrvalsdeildinni hingað til og skorað í þeim ellefu mörk.

Aðeins eru tveir framherjar í leikmannahópi Bayern og leggur Pólverjinn til að félagið kaupi ungan og efnilegan framherja.

Hinn framherjinn er Thomas Muller.

„Það væri sterkur leikur að fá ungan og hungraðan framherja sem vill læra af reyndum leikmanni," sagði Lewandowski við SportBild.

„Það væri léttir fyrir mig að spila 15-20 mínútum minna í leik, og hafa meiri orku í næsta leik, og auka líkurnar á að halda sér í formi og sleppa við meiðsli."

SportBild greindi frá því að Kasper Dolberg, framherji Ajax gæti komið til Bayern í janúarglugganum en stórliðið hefur einnig áhuga á Oliver Giroud, framherja Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner