Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 15. nóvember 2017 20:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Línurnar farnar að skýrast fyrir dráttinn á HM
Aron mun leiða Íslendinga á sínu fyrsta heimsmeistaramóti
Aron mun leiða Íslendinga á sínu fyrsta heimsmeistaramóti
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Ný Sjálendingar geta tryggt sér síðasta farseðilinn í nótt með sigri á Perú
Ný Sjálendingar geta tryggt sér síðasta farseðilinn í nótt með sigri á Perú
Mynd: Getty Images
Danir verða með á HM. Þeir verða annað hvort í 2. styrkleikaflokki eða 3. styrkleikaflokki með Íslandi
Danir verða með á HM. Þeir verða annað hvort í 2. styrkleikaflokki eða 3. styrkleikaflokki með Íslandi
Mynd: Getty Images
Línurnar eru heldur betur farnar að skýrast fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. Nú þegar eru 31 af 32 farseðlunum fyrir mótið farnir.

Síðasti farseðilinn fer til annað hvort Perú eða Nýja Sjáland, en það ræðst í nótt hvort liðið fær síðasta farseðilinn.

Fyrri leikur liðanna endaði með 0-0 jafntefli í Nýja Sjálandi en Perú eru taldir líklegri til þess að tryggja sér á HM. Ekki skal þó vanmeta Nýja Sjálendinga.

Dregið verður í riðla fyrir HM eftir rúman hálfan mánuð, eða þann 1. desember. Dregið verður í Kremlin höllinni í Moskvu.

Lið frá sömu heimsálfu geta ekki dregist í sama riðla, nema lið frá Evrópu. Það geta þó ekki verið meira en tvö lið frá Evrópu í sama riðli.

Fjögur lið eru í hverjum riðli og eru því fjórir styrkleikaflokkar. Líkt og alþjóð veit mun Ísland taka þátt í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu næsta sumar og verður um leið fámennasta þjóðin til þess að gera. Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla þann 1. desember.

Nú þegar er ljóst að tveir álfumeistarar verða ekki með á HM næsta sumar en það eru Suður-Ameríkumeistarar Síle og Afríkumeistarar Kamerún. Þriðju álfumeistararnir geta bæst við í hópinn í nótt mistakist Nýja Sjáland að vinna Perú en þeir eru ríkjandi Eyjaálfumeistarar.

Styrkleikaflokkarnir líta svona út. Inn í sviganum eru sæti þjóðanna á heimslista FIFA sem gefinn var út í október. :

1. styrkleikaflokkur
Rússland (gestgjafar - 65. sæti)
Þýskland (Heimsmeistarar - 1. sæti)
Brasilía (2. sæti)
Portúgal (Evrópumeistarar - 3. sæti)
Argentína (4. sæti)
Belgía (5. sæti)
Pólland (6. sæti)
Frakkland (7. sæti)

2. styrkleikaflokkur
Spánn (8. sæti)
Perú (Fara í 2. styrkleikaflokk vinni þeir Nýja Sjáland í nótt - 10. sæti)
Sviss (11. sæti)
England (12. sæti)
Kólumbía (13. sæti)
Mexíkó (Norður-Ameríkumeistarar - 16. sæti)
Úrúgvæ (17. sæti)
Króatía (18. sæti)
Danmörk (Vinni Nýja Sjáland einvígið gegn Perú fer Danmörk í 2. styrkleikaflokk - 19. sæti)

3. styrkleikaflokkur
Danmörk (Vinni Perú einvígið gegn Nýja Sjálandi fer Danmörk í 3. styrkleikaflokk - 19. sæti)
Ísland (21. sæti)
Kosta Ríka (21. sæti)
Svíþjóð (25. sæti)
Túnis (28. sæti)
Egyptaland (30. sæti)
Senegal (32. sæti)
Íran (34. sæti)
Serbía (Vinni Nýja Sjáland einvígið gegn Perú verður Serbía í 3. styrkleikaflokki - 38. sæti)

4. styrkleikaflokkur
Serbía (Vinni Perú einvígið gegn Nýja Sjálandi verður Serbía í 4. styrkleikaflokki - 38. sæti)
Nígería (41. sæti)
Ástralía (Asíumeistarar - 43. sæti)
Japan (44. sæti)
Marókkó (48. sæti)
Panama (49. sæti)
Suður-Kórea (62. sæti)
Sádí-Arabía (63. sæti)
Nýja Sjáland (Eyjaálfumeistarar - Fara í 4. styrkleikaflokk vinni þeir Perú í nótt - 122. sæti)

Ísland getur því ekki dregist í riðla með Kosta Ríka, Svíþjóð, Túnis, Egyptalandi, Senegal og Íran. Í nótt kemur svo í ljós hvort að Serbía eða Danmörk verði með Íslendingum í styrkleikaflokki.
Athugasemdir
banner
banner
banner