Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 15. nóvember 2017 13:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maldini: Það hefur ekkert breyst á 15 árum
Paolo Maldini.
Paolo Maldini.
Mynd: Getty Images
Paolo Maldini er ekki hissa á því að Ítalíu hafi mistekist að komast á HM sem fram fer í Rússlandi næsta sumar. Ítalía féll úr leik í umspilinu um sæti á mótinu gegn Svíþjóð.

Hann vill meina að ekkert hafi breyst hjá Ítalíu frá þeim 15 árum síðan hann hætti að spila með landsliðinu.

„Ég sé enn sömu andlitin í ítölskum fótbolta og þegar ég hætti í landsliðinu fyrir 15 árum," sagði Maldini.

Maldini, sem lék 126 landsleiki fyrir hönd Ítalíu, segir að það sé hægt að nota þessi vonbrigði sem tækifæri.

„Þetta eru mikil vonbrigði, en nú er hægt að byrja upp á nýtt og nota þetta sem tækifæri," sagði hann enn fremur.

„Við verðum að endurbyggja gruninn svo við getum farið inn í framtíðina án þess að vera hræddir."
Athugasemdir
banner
banner