Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. nóvember 2017 19:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Maradona vill fá annað fækifæri með Argentínu
Maradona gerði ágætis hluti á sínum tíma með Argentínu
Maradona gerði ágætis hluti á sínum tíma með Argentínu
Mynd: Getty Images
Diego Maradona hefur kallað eftir því til argentíska knattpsyrnusambandsins að hann fái annað tækifæri til þess að þjálfa liðið.

Maradona er af mörgum talinn vera einhver besti knattspyrnumaðurinn til þess að spila leikinn. Hann varð heimsmeistari með Argentínu árið 1986 en þá var hann einnig fyrirliði liðsins.

Þá þjálfaði hann Argentínu frá árinu 2008 til 2010 og stýrði hann þjóð sinni á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku árið 2010. Argentína datt þá út í 8-liða úrslitum gegn Þýskalandi og sagði Maradona af sér í kjölfarið.

Argentína tapaði 4-2 gegn Nígeríu í gær í vináttulandsleik og þá var liðið í miklu basli með að komast á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar en það tókst þó í síðustu umferðinni.

Maradona vill sjá Jorge Sampaoli, þjálfara Argentínu fara og sagði svo að hann sjálfur væri líklegastur til þess að taka við af honum eftir að hafa borið sigurhlutfallið sitt við síðustu þjálfara þjóðarinnar.

Sigurhlutfall Maradona var 75% í þeim 24 leikjum sem hann stýrði Argentínu og bar hann það saman við tíu aðra fyrrverandi þjálfara Argentínu. Enginn þeirra var með betra hlutfall en Maradona.
Athugasemdir
banner
banner
banner