Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 15. nóvember 2017 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Met Lukaku ekki tekið gott og gilt hjá FIFA
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku skoraði sitt 31. landsliðsmark fyrir Belgíu í gær þegar hann tryggði 1-0 sigur á Japan í vináttulandsleik.

Með markinu varð Lukaku markahæsti leikmaðurinn í sögu belgíska landsliðsins, hjá öllum öðrum en FIFA.

FIFA tekur markamet Lukaku ekki gilt.

Samkvæmt FIFA hefur Lukaku aðeins skorað 28 landsliðsmörk fyrir hönd Belgíu, en FIFA hefur hreinsað út þrjú mörk sem hann skoraði í vináttulandsleik gegn Lúxemborg í maí 2014.

Belgía gerði sjö skiptingar í leiknum, einni fleiri en leyfilegt var og því fær Lukaku ekki mörkin skráð sem hann skoraði í þeim leik.

Hann þarf því að bíða eitthvað til þess að eiga metið formlega, en næsti landsleikur Belgíu er í mars á næsta ári.

Lukaku er aðeins 24 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner