Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 15. nóvember 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo og Pulisic skrópuðu í Leiria
Mynd: Getty Images
Portúgal 1 - 1 Bandaríkin
0-1 Weston McKennie ('21)
1-1 Antunes ('31)

Evrópumeistarar Portúgals eru farnir að undirbúa sig fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar.

Portúgalar léku vináttulandsleik gegn Bandaríkjunum í Leiria í Portúgal í gærkvöldi. Bandaríkin verða ekki með í Rússlandi næsta sumar eftir hörmulega undankeppni.

Helstu stjörnur liðanna, Cristiano Ronaldo og Christian Pulisic, voru ekki með í leiknum í gær, sem endaði 1-1.

Bandaríkin komust yfir á 21. mínútu með marki Weston McKenzie, en Portúgal jafnaði 10 mínútum síðar. Mark Evrópumeistaranna gerði Antunes, leikmaður Getafe.
Athugasemdir
banner
banner
banner