Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. nóvember 2017 18:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Ronaldo sagður hafa átt leynilegt símtal til Messi
Ronaldo er sagður vera sigurviss
Ronaldo er sagður vera sigurviss
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo er sagður hafa hringt í kollega sinn, Lionel Messi og látið hann vita að Ballon D'Or, eða Gullboltinn muni fara í hans hendur, aftur.

Ronaldo og Messi eru tveir af bestu knattspyrnumönnum nútímans, ef ekki allra tíma og hafa þeir skipst á að vinna Gullboltann síðasta áratuginn.

Forsíða á frönsku knattspyrnutímariti var birt á Twitter og virðist forsíðan gefa það út að Messi muni vinna Gullboltann í ár.

Hins vegar hefur spænska tímaritið Don Balon heimildir fyrir því að Ronaldo hafi fengið þær upplýsingar að hann muni vinna þessi eftirsóttu verðlaun í ár, og hafi látið Messi vita af því.

Vinni Ronaldo Gullboltann í ár verður það í fimmta skipti sem Portúgalinn vinnur verðlaunin, og jafnar hann þar með Messi.

Tilkynnt verður um sigurvegarann þann sjöunda desember.

Brasilíumaðurinn Kaka var síðasti maðurinn utan þeirra tveggja til þess að vinna Gullboltann en það var árið 2007.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner