Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 15. nóvember 2017 09:00
Magnús Már Einarsson
Soler til Man Utd í janúar?
Powerade
Soler er orðaður við Manchester United.
Soler er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Arsenal vill fá Raheem Sterling.
Arsenal vill fá Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin hafa skilað frá sér slúðurskammti dagsins. Kíkjum á hann!



Cristiano Ronaldo (32) vill fara frá Real Madrid en hann hefur hafnað nýjum samningi hjá félaginu. Ronaldo á ennþá þrjú ár eftir af núverandi samningi en hann hefur verið orðaður við bæði Manchester United og PSG. (El Chiringuito de Jugones)

Fyrrum ítalski landsliðsmaðurinn Alessandro Del Piero vill sjá Antonio Conte, stjóra Chelsea, taka við ítalska landsliðinu á nýjan leik. (Sport360)

Giuseppe Bergomi, fyrrum varnarmaður Inter, vill hjá Joes Mourinho taka við ítalska landsliðinu. (Daily Star)

Arsenal ætlar að reyna aftur að fá Raheem Sterling (22) frá Manchester City í janúar. (Daily Mail)

Chelsea er tilbúið að selja Willian (29) til að fjármagna kaup á Lucas Moura (25) miðjumanni PSG. (Daily Star)

David Moyes, stjóri West Ham, vill fá Lewis Dunk (25) varnarmann Brighton. (Mirror)

Carlos Soler (20), kantmaður Valencia, er efstur á óskalista Jose Mourinho, stjóra Manchester United fyrir félagaskiptagluggann í janúar. (Independent)

Lionel Messi (30) er búinn að skrifa undir nýjan samning hjá Barcelona. (Sky Sports)

Ólíklegt er að Manchester City nái að krækja í miðjumanninn Yacine Adli (17) hjá PSG en hann vill sjálfur fara til Barcelona eða Bayern Munchen. (L'Equipe)

Forráðamenn Barcelona vilja hitta forráðamenn Liverpool og ræða áfram um kaup á Philippe Coutinho. (Mundo Deportivo)

Newcastle, WBA og West Ham hafa öll áhuga á Cedric Bakambu (26), framherja Villarreal. (Talksport)

Arsenal ætlar líklega ekki að halda áfram að reyna við Thomas Lemar (22) kantmann Mónakó. 90 milljóna punda tilboði frá Arsenal var hafnað í sumar. (Mirror)

Andreas Pereira (21) vill frekar klára lánssamning sinn hjá Valencia frekar en að snúa aftur til Manchester United í janúar. (Metro)

Arsene Wenger (68), stjóri Arsenal, vill stýra liði á HM 2022 í Katar. (Bein Sports)

Everton bauð Watford 8,5 milljónir punda til að fá stjórann Marco Silva en því var hafnað. (Times)

Everton er tilbúið að tvöfalda laun Silva og gefa honum pening til leikmannakaupa í janúar. (The Independent)
Athugasemdir
banner
banner