banner
   mið 15. nóvember 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þakkar kollegum sínum fyrir plássið sem Eriksen fékk
Eriksen og landsliðsþjálfarinn, Age Hareide.
Eriksen og landsliðsþjálfarinn, Age Hareide.
Mynd: Getty Images
Age Hareide, norskur landsliðsþjálfari Danmerkur, sendi þakkarkveðjur til kollega sinna hjá Írlandi eftir magnaðan 5-1 sigur Dana á Írlandi í umspilinu um sæti á HM í gær.

Christian Eriksen skoraði þrennu í leiknum, en hann fékk að vinna með mikið af plássi.

Írar spiluðu ekki sitt hefðbundna leikkerfi og það varð til þess að Eriksen gekk á lagið.

„Þetta kom mér á óvart. Ég held þeir hafi spilað tígulmiðju með tveimur sóknarmönnum og þess vegna fékk Eriksen mikið pláss. Ég vil þakka þeim fyrir að gefa honum pláss," sagði Hareide.

„Þeir lokuðu vel á hann á Parken og hann var eiginlega ekki með í þeim leik, en í dag (í gær) var hann frábær."

Danir eru á leið á HM eftir þennan sigur.

„Þetta var mjög gott, sérstaklega í ljósi þess að við lentum 1-0 undir og héldum áfram," sagði Hareide um leikinn í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner