Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. nóvember 2017 18:27
Elvar Geir Magnússon
Tók eigið líf eftir að hafa verið sakaður um að þiggja mútur
Réttarhöldin standa yfir í New York.
Réttarhöldin standa yfir í New York.
Mynd: Getty Images
Viðamikil rannsókn um spillingu innan FIFA er í fullum gangi en fyrrum stjórnarmaður í argentínska knattspyrnusambandinu framdi sjálfsmorð í gær eftir að hafa verið sakaður um að þiggja mútur.

Jorge Delhon er 52 ára lögmaður sem starfaði hjá argentínska knattspyrnusambandinu, meðal annars að sjónvarpsréttarmálum.

Delhon er sakaður um að hafa þegið 52 milljónir í greiðslu á hverju ári frá 2011 - 2014.

Sagt er að Delhon hafi þegið mútur til að styðja við umsókn Katar um að halda HM 2022.

Alejandro Burzaco heitir maðurinn sem sagði fyrir dómi að Delhon hefði þegið mútur en Burzaco var umsvifamikill í markaðsmálum í íþróttum og hefur þegar játað sök í spillingamálum. Hann hefur verið að aðstoða bandarísk yfirvöld í rannsóknum á spillingamálum innan FIFA.

Stuttu eftir að Burzaco kom með þessar ásakanir tók Delhon eigið líf. Burzaco ætlaði að halda áfram að bera vitni fyrir framan dómstóla í dag en brotnaði niður og grét áður en honum var fylgt út úr dómssalnum.

Þessa dagana beinast spjótin að tveimur mönnum sem voru valdamiklir í fótboltanum í Suður Ameríku. Það eru Manuel Burga, fyrrum yfirmaður fótboltasambands Perú og Jose Maria Marin sem var æðsti maður brasilíska fótboltasambandsins. Þeir eru sakaðir um spillingu og peningaþvott en hafa neitað sök.
Athugasemdir
banner
banner
banner