Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. nóvember 2017 16:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ventura: Ég tapaði bara tveimur leikjum
Mynd: pulse.ng
Ítalski landsliðsþjálfarinn Giampiero Ventura segir að árangur sinn með liðið sé betri en margir halda fram.

Ítalía mun ekki leika á HM í Rússlandi, en þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1958 þar sem Ítalía kemst ekki á heimsmeistaramótið. Liðið féll úr leik gegn Svíþjóð í umspili um sæti á mótinu.

Ventura verður væntanlega vikið úr starfi, annað hvort á eftir, eða á næstu dögum. Árangurinn er alls ekki boðlegur.

Hann er samt ekkert voða ósáttur með árangurinn, þ.e.a.s. árangurinn heilt yfir á meðan hann var landsliðsþjálfari.

„Árangur minn með liðið er einn sá besti í 40 ár. Ég tapaði einungis tveimur leikjum á tveimur árum," sagði Ventura.

Eins og áður segir er búist við því að Ventura verði látinn fara í dag, en Carlo Ancelotti hefur verið orðaður við stöðu hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner