Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 15. nóvember 2017 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vonbrigðardvöl Wilmots hjá Fílabeinsströndinni lokið
Marc Wilmots.
Marc Wilmots.
Mynd: Getty Images
Marc Wilmots er hættur sem landsliðsþjálfari Fílabeinsstrandarinnar eftir að hafa mistekist að koma liðinu á HM.

Knattspyrnusamband Fílabeinsstrandarinnar hefur tilkynnt þetta.

Samkvæmt knattspyrnusambandinu skilur Wilmots við landsliðið á góðum nótum eftir að hafa stýrt því í sex mánuði.

Fílabeinsströndin tapaði 2-0 gegn Marokkó um síðustu helgi. Eftir það varð það ljóst að Fílbeinsstrendingar yrðu ekki með á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2002 þar sem þeir appelsínugulu og grænu verða ekki með á HM.

Wilmots þjálfaði belgíska landsliðið áður en hann hélt til Fílabeinsstrandarinnar. Í Belgíu var hann gagnrýndur fyrir að ná afar litlu út úr frábærum fótboltamönnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner