Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fim 15. desember 2016 20:43
Hafliði Breiðfjörð
Bose mótið: Fjölnir burstaði FH og vann mótið
Bose meistarar 2016, Fjölnir.
Bose meistarar 2016, Fjölnir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 6 - 1 FH
1-0 Bojan Stefán Ljubicic ('14)
1-1 Atli Guðnason ('15)
2-1 Ægir Jarl Jónsson ('35)
3-1 Viðar Ari Jónsson ('45)
4-1 Þórir Guðjónsson ('63)
5-1 Ingimundur Níels Óskarsson ('70)
6-1 Ingibergur Kort Sigurðsson ('88)

Fjölnir vann Bose mótið eftir að hafa burstað Íslandsmeistara FH 6-1 í úrslitaleik í Egilshöll í kvöld.

Bojan Stefán Ljubicic leikmaður Keflavíkur er á reynslu hjá Fjölni þessa dagana og hann skoraði fyrsta mark leiksins á 14. mínútu með glæsilegu skoti upp í samskeytin. FH jafnaði með marki Atla Guðnasonar mínútu síðar.

Fjölnir rúllaði svo yfir Hafnfirðingana með fimm mörkum í viðbót. Ægir Jarl Jónsson kom þeim yfir með skallamarki og Viðar Ari Jónsson skoraði svo gott mark á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Þórir Guðjónsson lyfti boltanum yfir Vigni Jóhannsson markvörð FH eftir klukkutíma leik og Ingimundur Níels Óskarsson skoraði fimmta markið af stuttu færi tíu mínútum síðar. Hinn 18 ára gamli Ingibergur Kort Sigurðsson skoraði svo sjötta markið á lokamínútunum.

Fjölnir er því Bose meistari árið 2016 og að verðlaunum fékk liðið Bose hljóðkerfi í búningsklefann.

Þórir Guðjónsson leikmaður Fjölnis fékk svo verðlaun fyrir að vera leikmaður mótsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner