Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 15. desember 2017 11:24
Magnús Már Einarsson
Albert og Kolbeinn gætu farið til Indónesíu í janúar
Icelandair
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Möguleiki er á að Albert Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson bætist við íslenska landsliðshópinn sem fer til Indónesíu í vináttuleiki í janúar.

Ekki er um alþjóðlega leikdaga og ekki hafa fengist svör frá PSV Eindhoven og Nantes hvort Albert og Kolbeinn fái leyfi til að fara með í ferðina.

Kolbeinn er byrjaður að æfa aftur eftir meiðsli en hann verður þó ekki með í leikjunum ef hann fer til Indónesíu.

Kolbeinn myndi fara til Indónesíu og hitta landsliðið og þjálfaraliðið og skoða stöðuna. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, staðfesti þetta á fréttamannafundi í dag.

Í þessum mánuði hefur Kolbeinn verið í endurhæfingu í Katar en vonir standa til að hann geti snúið aftur

Albert hefur verið fyrirliði U21 árs landsliðsins og verið að fá smjörþefinn með PSV í hollensku úrvalsdeildinni. Hann gæti tekið þátt í leikjunum í Indónesíu ef PSV gefur grænt ljós.

Sjá einnig:
Kolbeinn stefnir á að snúa aftur í febrúar - Gæti spilað á HM
Íslenski landsliðshópurinn - Fjórir nýliðar fara til Indónesíu
Athugasemdir
banner
banner
banner