fös 15. desember 2017 21:00
Elvar Geir Magnússon
Birkir úti í kuldanum hjá Aston Villa - Fer hann í janúar?
Icelandair
Birkir Bjarnason á landsliðsæfingu.
Birkir Bjarnason á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason hefur verið ónotaður varamaður hjá Aston Villa í síðustu leikjum. Birkir fær lítið sem ekkert að spila og kom staða hans til umræðu á fréttamannafundi Heimis Hallgrímssonar landsliðsþjálfara í dag.

Heimir sagðist hafa rætt við Birki um hans stöðu í landsliðsverkefninu í Katar fyrir mánuði síðan. Hann segir þó að það þurfi ekki að vera nein töfralausn að skipta um lið.

„Við nýttum tímann vel úti í Katar til að ræða við leikmenn. Ég á von á því að það verði svolítil hreyfing á leikmönnum í janúarglugganum. Svo er alltaf spurning hvort það hefur jákvæð áhrif eða neikvæð," segir Heimir.

„Það er erfitt að fara í nýtt félag í janúar þar sem allt er í föstum skorðum. Það er erfitt að koma í nýjan hóp og nýja leikaðferð. Það er ekkert sjálfsagt að allt smelli saman þó þú skiptir um lið í janúar. Það getur líka haft neikvæð áhrif."

Fleiri leikmenn sem eru í baráttunni um að komast til Rússlands eiga ekki fast sæti í sínum félagsliðum og fróðlegt að sjá hverjir muni færa sig um set í janúarglugganum.
Athugasemdir
banner
banner
banner