fös 15. desember 2017 21:34
Ingólfur Stefánsson
Frakkland: Stórsigur Mónakó
Thomas Lemar var á skotskónum
Thomas Lemar var á skotskónum
Mynd: Getty Images
Mónakó heimsótti St. Etienne í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Djibril Sidibe kom Mónakó yfir eftir 3 mínútur.

Hinn eftirsótti Thomas Lemar bætti við marki eftir hálftíma leik.

Fabinho bætti við þriðja markinu á 54. mínútu eftir að markmaður St. Etienne náði ekki að halda skoti frá Radamel Falcao. Í kjölfarið var Stephane Ruffier markmaður og fyrirliði St. Etienne rekinn af velli þegar hann veittist að aðstoðardómara leiksins.

Ruffier vildi meina að Fabinho væri rangstæður þegar Falcao tók skotið og hljóp að aðstoðardómaranum. Ruffier var full ákafur og fékk beint rautt spjald að launum.

Balde Keita bætti við fjórða marki Mónakó á 61. mínútu eftir sendingu frá Fabinho.

Mónakó fer upp fyrir Lyon í annað sæti deildarinnar með sigrinum og eru nú 6 stigum frá PSG á toppnum.

PSG og Lyon eiga þó bæði leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner