fös 15. desember 2017 18:30
Elvar Geir Magnússon
Guardiola: Við getum orðið betri
Guardiola er fullkomnunarsinni.
Guardiola er fullkomnunarsinni.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur varað keppinauta sína í ensku úrvalsdeildinni við því að hans lið eigi bara eftir að verða betra.

City mætir Tottenham á laugardaginn og vonast til að vinna sextánda sigur sinn í röð í ensku úrvalsdeildinni.

City er með ellefu stiga forystu á toppi deildarinnar en Guardiola segir að það sé enn pláss fyrir bætingu.

„Ég hef þá tilfinningu að við getum betur. Talsvert betur. Við munum reyna að ná því," segir Guardiola,

Menn hafa talað um hvort City geti farið í gegnum tímabilið án þess að tapa leik, eins og Arsenal gerði 2003-04.

„Það er ekki að fara að gerast. Við reynum að vinna alla leiki en lið tapa leikjum og það mun gerast," segir Guardiola.

City mætir Tottenham á morgun.

„Við erum að fara að mæta toppliði. Staða þeirra í deildinni eða stigafjöldi skiptir ekki máli. Þetta er topplið," segir Guardiola sem fékk í morgun viðurkenningu sem besti stjóri nóvembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner