Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 15. desember 2017 17:39
Elvar Geir Magnússon
Hólmar og félagar fara á flugi inn í jólafríið
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar hans í búlgarska liðinu Levski Sofia tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar þar í landi.

Hólmar er lykilmaður hjá Levski Sofia sem vann 2-0 sigur gegn Dunav Ruse á útivelli.

Langt er síðan Levski Sofia tapaði síðast leik en liðið er í þriðja sæti í deildinni, níu stigum frá Ludogorets sem trónir á toppnum.

Vetrarhlé er komið í Búlgaríu en næsta umferð í deildinni verður 16. febrúar.

Í janúar fer Hólmar með landsliðinu til Indónesíu en hann er í harðri baráttu um að vera með í flugvélinni sem fer á HM í Rússlandi.

Hólmar hefur leikið sex A-landsleiki en allt eru það vináttulandsleikir.
Athugasemdir
banner
banner