Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 15. desember 2017 12:46
Elvar Geir Magnússon
Infantino tók vægar á hagræðingu úrslita en lög gera ráð fyrir
Infantino er harðlega gagnrýndur.
Infantino er harðlega gagnrýndur.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Fenerbahce.
Stuðningsmenn Fenerbahce.
Mynd: Getty Images
Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur verið sakaður um að hafa gefið heimild fyrir því að vægara yrði tekið á hagræðingu úrslita en lög gera ráð fyrir.

Málið snýst um skandal í tyrkneskum fótbolta 2010-11 en þá var Infantino framkvæmdastjóri UEFA.

Fenerbahce vann titilinn í Tyrklandi 2011 en 36 aðilar voru síðan dæmdir fyrir að taka þátt í hagræðingu úrslita í glæpsamlegum tilgangi. Þar á meðal forseti félagsins, Aziz Yildirim, sem var dæmdur í fangelsi.

UEFA bannaði Fenerbahce að taka þátt í Evrópukeppnum í tvö tímabil. Infantino og þáverandi forseti UEFA, Michel Platini, höfðu lýst því yfir að tekið yrði eins hart á hagræðingum úrslita og mögulegt væri. Núverandi forseti UEFA, Aleksander Ceferin, hefur tekið í sama streng og líkt vandamálinu við alvarlegan sjúkdóm sem ráðist á fótboltann.

Infantino gaf hinsvegar tyrkneska knattspyrnusambandinu leyfi á að gefa vægari refsingu til Fenerbahce en lög sambandsins gera ráð fyrir. Fenerbahce hefði samkvæmt lögum átt að vera dæmt niður um deild en sú varð ekki niðurstaðan. Óttast var að sjónvarpspeningar og áhugi á tyrknesku deildinni myndi minnka ef Fenerbahce væri ekki í efstu deild.

Á endanum hélt Fenerbehce sæti sínu í deildinni og meistaratitlinum 2011. Hinsvegar var félagið látið greiða sekt.

Trabzonspor, sem endaði í öðru sæti 2011 með sama stigafjölda og Fenerbahce en lakari markatölu, leitar nú réttar síns hjá alþjóða íþróttadómstólnum og UEFA. Rúmum sex árum eftir að tímabilinu lauk.

„Tyrkneska sambandið fór ekki eftir eigin reglum og við köllum eftir því að Fenerbahce missi titilinn og hann dæmdur til Trabzonspor. Við getum ekki útskýrt gjörðir Infantino eða UEFA í þessu máli," segir lögmaður Trabzonspor.
Athugasemdir
banner
banner
banner