Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. desember 2017 11:07
Magnús Már Einarsson
Ísland spilar tvo leiki á Laugardalsvelli fyrir HM
Mæta þjóðum frá Suður-Ameríku og Afríku
Icelandair
Mynd: Anna Þonn
Ísland mun spila tvo vináttuleiki á Íslandi í maí og júní áður en farið verður á HM í Rússlandi. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, staðfesti þetta á fréttamannafundi í dag.

Leikmenn íslenska landsliðsins vildu spila æfingaleiki á heimavelli fyrir stóru stundina.

„Við ætlum að vera nánast eingöngu á Íslandi í undirbúningum fyrir HM," sagði Heimir á fréttamannafundi í dag.

Ísland leikur einnig tvo vináttuleiki í mars en liðið á því fjóra leiki eftir til undirbúnings fyrir HM með fullan hóp.

Heimir staðfesti í dag að búið sé að ganga frá vináttuleikjum við þjóðir frá Suður-Ameríku og Afríku til að undirbúa Ísland undir leikina gegn Argentínu og Nígeríu á HM. Ekki er þó hægt að uppljóstra nöfnin á mótherjunum strax.

Fyrsti leikur Íslands á HM fer fram 16. júní en þá mætir Ísland liði Argentínu.

Næsta haust hefst síðan Þjóðadeild Evrópu þar sem Ísland mætir stórliðum. Dregið verður í riðla þar í janúar.
Athugasemdir
banner
banner