banner
   fös 15. desember 2017 13:48
Elvar Geir Magnússon
Leicester mun mæta Grétari Rafni og félögum í Fleetwood
Þjóðverjinn Uwe Rösler er stjóri Fleetwood.
Þjóðverjinn Uwe Rösler er stjóri Fleetwood.
Mynd: Getty Images
Grétar Rafn Steinsson.
Grétar Rafn Steinsson.
Mynd: Fotbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Fleetwood Town mun taka á móti úrvalsdeildarliðinu Leicester City í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar eftir að hafa unnið Hereford í endurteknum leik í gær.

Grétar Rafn Steinsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands, er yfirmaður knattspyrnumála hjá Fleetwood en liðið er í 14. sæti ensku C-deildarinnar.

Hereford leikur í utandeildinni en náði 1-1 jafntefli á heimavelli Fleetwood fyrir þrettán dögum og því þurftu liðin að mætast aftur.

Fleetwood fagnaði svo 2-0 útisigri í gær þar sem fyrirliðinn Cian Bolger skoraði bæði mörkin.

Það bíður erfitt verkefni fyrir Fleetwood í næstu umferð en Leicester er á góðu skriði í ensku úrvalsdeildinni eftir að Claude Puel tók við stjórnartaumunum.

Fleetwood og Leicester mætast laugardaginn 6. janúar klukkan 12:45.

Liðin sem mætast í 3. umferð bikarsins:

Föstudaginn 5. janúar:
19:55 Liverpool - Everton
20:00 Manchester United - Derby County

Laugardaginn 6. janúar:
12:45 Fleetwood - Leicester
13:00 Middlesbrough - Sunderland
15:00 Aston Villa - Peterborough
15:00 Birmingham - Burton
15:00 Blackburn - Hull
15:00 Bolton - Huddersfield
15:00 Bournemouth - Wigan
15:00 Brentford - Notts County
15:00 Cardiff - Mansfield
15:00 Coventry - Stoke
15:00 Doncaster - Rochdale
15:00 Exeter - West Brom
15:00 Fulham - Southampton
15:00 Ipswich - Sheffield United
15:00 Manchester City - Burnley
15:00 Millwall - Barnsley
15:00 Newcastle - Luton
15:00 QPR - MK Dons
15:00 Stevenage - Reading
15:00 Gillingham eða Carlisle - Sheffield Wednesday
15:00 Watford - Brostol City
15:00 Wolves - Swansea
15:00 Wycombe - Preston
15:00 Yeovil - Bradford
17:30 Norwich - Chelsea

Sunnudaginn 7. janúar:
12:00 Newport - Leeds
14:00 Shrewsbury - West Ham
15:00 Tottenham - Wimbledon
16:00 Nottingham Forest - Arsenal

Mánudaginn 8. janúar:
19:45 Brighton - Crystal Palace
Athugasemdir
banner
banner