Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 15. desember 2017 15:44
Elvar Geir Magnússon
Pochettino óttast að leikmenn fylgi í fótspor Walker
Pochettino á hliðarlínunni.
Pochettino á hliðarlínunni.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, óttast að leikmenn gætu viljað fara sömu leið og Kyle Walker, fara í önnur til að vinna titla.

Walker fór til Manchester City sem mætir einmitt Tottenham um helgina. City er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, átján stigum á undan Tottenham sem er í fjórða sæti.

Pochettino og hans menn í Tottenham ætla sér að vinna titla í framtíðinni en hluti af þeirri áætlun er nýr leikvangur sem verið er að byggja.

Pochettino segir að einhverjir leikmenn hafi líklega ekki þolinmæði til þess að bíða.

„Það er vandamálið. Einhverjir leikmenn eru kannski ekki sammála áætlun okkar um uppbyggingu. Kannski vilja þeir fara annað til að fá nýja áskorun. Við erum öll mismunandi og höfum misjafnar áskoranir, hlutverk og áætlanir í lífinu," segir Pochettino.

„Það er eðlilegt. Mikilvægast er að ræða málin og reyna að halda öllum ánægðum. Lífið snýst um að njóta og gleðjast. Það snýst ekki um að eyða tímanum á neikvæðan hátt. Lífið er of stutt."

„Við höfum ekki áhyggjur. Við vitum hvernig okkar stefna er og hverjir við erum. Við erum ekki bara að hugsa um daginn í dag og morgundaginn. Við erum að hugsa langt fram í tímann."

Dele Alli skoraði í báðum leikjunum gegn City á síðasta tímabili en hann hefur ekki fundið sig síðustu vikur og byrjaði á bekknum gegn Brighton í miðri viku. Það er þó búist við því að hann verði í byrjunarliðinu á morgun.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner