Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 15. desember 2017 22:30
Ingólfur Stefánsson
Pochettino segir engin vandamál á milli sín og Guardiola
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino tekur fyrir það að það séu einhver vandamál á milli hans og Pep Guardiola þjálfara Manchester City og segist bera mikla virðingu fyrir Guardiola.

Í október fyrr á þessu ári virtist Guardiola gefa það í skyn að Tottenham væru svokallað eins manns lið og treystu of mikið á markaskorun Harry Kane.

Guardiola útskýrði síðar að ætlunin hefði ekki verið að móðga neinn.

„Þetta var bara einn af þessum hlutum sem gerast. Við Guardiola eigum í mjög góðu sambandi. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og því sem hann hefur áorkað með Barcelona, Bayern og nú City."

„Þetta tilheyrir fortíðinni, ég er búinn að gleyma þessu og ég held að hann sé búinn að því líka."


Liðin mætast á morgun í ensku úrvalsdeildinni.

„Við munum heilsa hvor öðrum. Við eigum marga sameiginlega vini. Virðingin á milli okkar er það sem skiptir máli."

„Þetta eru tvö lið sem spila skemmtilegan fótbolta. Við þurfum á þremur stigum að halda í baráttunni um meistaradeildarsæti."

Athugasemdir
banner
banner
banner