Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 15. desember 2017 08:30
Ingólfur Stefánsson
Solanke: Klopp er einn af bestu þjálfurum í heimi
Mynd: GettyImages
Dominic Solanke sóknarmaður Liverpool er þakklátur fyrir að fá tækifæri að spila undir stjórn Jurgen Klopp.

Solanke sem gekk til liðs við Liverpool í sumar eftir að samningur hans við Chelsea rann út segir Klopp vera í hópi bestu þjálfara í heimi.

„Hann er einn af bestu þjálfurum heims og hann hefur starfað með nokkrum af bestu leikmönnum heims. Það er gott að fá jákvæð ráð frá honum, ég þarf á þeim að halda á mínu fyrsta almennilega leiktímabili."

Solanke hefur einungis spilað 250 mínútur á tímabilinu. Hann segist vera þolinmóður í bið eftir réttu tækifæri.

„Ég verð bara að vera rólegur og nýta tækifærið þegar það gefst."
Athugasemdir
banner
banner
banner