Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 16. janúar 2018 21:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski bikarinn: Iheanacho fleytti Leicester áfram
Iheanacho átti gott kvöld.
Iheanacho átti gott kvöld.
Mynd: Getty Images
West Ham þurfti framlengingu.
West Ham þurfti framlengingu.
Mynd: Getty Images
Kelecho Iheanacho nýtti sjaldgæft tækifæri sem hann fékk þegar Leicester City mætti C-deildarliði Fleetwood Town í endurspiluðum leik í ensku bikarkeppnninni í kvöld.

Þegar liðin mættust fyrir nokkrum dögum, á heimavelli Fleetwood Town, var niðurstaðan markalaust jafntefli. Það sama var ekki upp á teningunum á King Power-vellinum í kvöld.

Iheanacho skoraði bæði mörk Leicester í leiknum sem endaði 2-0. Leicester er því komið áfram.

Jamie Vardy kom inn á sem varamaður gegn sínum gömlu félögum í kvöld og spilaði síðustu 10 mínúturnar í sigri Leicester.

Aron Einar Gunnarsson var fjarverandi vegna meiðsla í 4-1 sigri Cardiff á Mansfield Town og þá vann Sheffield Wednesday þægilegan sigur á Carlisle á heimavelli sínum.

West Ham náði ekki að skora gegn Shrewsbury í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Eftir tvo heila markalausa leiki á milli þessara liða var það varnarmaðurinn Reece Burke sem skoraði sigurmarkið í framlengingunni.

West Ham þurfti svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum en er komið áfram. Eftir leik hrósaði West Ham liði Shrewsbury í gegnum Twitter og hægt er að sjá það neðst í fréttinni.

Leicester City 2 - 0 Fleetwood Town
1-0 Kelechi Iheanacho ('43 )
2-0 Kelechi Iheanacho ('78 )

Mansfield Town 1 - 4 Cardiff City
0-1 Bruno Ecuele Manga ('34 )
1-1 Mitchell Rose ('36 )
1-2 Junior Hoilett ('66 )
1-3 Anthony Pilkington ('71 )
1-4 Junior Hoilett ('89 )

West Ham 1 - 0 Shrewsbury (eftir framlengingu)
1-0 Reece Burke ('112)

Sheffield Wed 2 - 0 Carlisle
1-0 Marco Matias ('28 )
2-0 Adthe Nuhiu ('66 )

Fréttin var uppfærð klukkan 22:30.



Athugasemdir
banner
banner