Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. janúar 2018 20:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er Real Madrid tilbúið að hleypa Ronaldo í burtu?
Mynd: Getty Images
Real Madrid er tilbúið að leyfa Cristiano Ronaldo að yfirgefa félagið. Þetta er haft eftir Guillem Balague sem er mikill sérfræðingur um spænska fótboltann.

Reglulega berast fréttir af því að Ronaldo sé óánægður með eitthvað hjá Real Madrid en spænskir fjölmiðlar hafa birt nokkrar þannig fréttir í þessari viku.

AS segir að portúgalska ofurstjarnan telji sig hafa verið svikin. Forseti Real Madrid, Florentino Perez, hefur ekki staðið við loforð um samningamál Ronaldo.

Sagt er að eftir að Ronaldo skoraði tvívegis í 4-1 sigri gegn Juventus í úrslitum Meistaradeildarinnar í maí í fyrra hafi Perez lofað Ronaldo vænri launahækkun en ekki staðið við það.

Ronaldo er sagður ósáttur og vill fara annað.

„Skilaboð Ronaldo eru þau að hann vill fara og svo virðist sem Real Madrid sé tilbúið að leyfa honum að fara," segir Ballague.

Talið er að Manchester United og Paris Saint-Germain séu áhugasöm um að fá Ronaldo í sínar raðir, en málið er flókið. Ronaldo er að verða 33 ára gamall og Real Madrid myndi vilja fá í kringum 90 milljónir punda fyrir hann sem er ósköp mikið fyrir leikmann á 33. aldursári. Svo bætist launakostnaður ofan á það, en ljóst er að sá kostnaður yrði ekki í minni kantinum.
Athugasemdir
banner