Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 16. janúar 2018 21:50
Magnús Már Einarsson
Fótbolta.net mótið: Kristófer tryggði Stjörnunni sigur á ÍA
Kristófer Konráðsson.
Kristófer Konráðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 2 - 0 ÍA
1-0 Kristófer Konráðsson ('41)
2-0 Kristófer Konráðsso ('55)

Stjarnan steig stórt skref í átt að úrslitaleik Fótbolta.net mótsins með 2-0 sigri á ÍA í Kórnum í kvöld.

Bæði þessi lið unnu sína leiki í fyrstu umferðinni um helgina. Stjarnan lagði þá Breiðablik 1-0 á meðan ÍA vann ÍBV 3-1.

Hinn 19 ára gamli Kristófer Konráðsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar en þau komu í sitthvorum hálfleiknum. Í fyrra markinu vippaði Kristofer yfir Árna Snæ Ólafsson í marki ÍA og í því síðara skoraði hann með góðu vinstri fótar skoti.

Stjarnan mætir ÍBV í lokaumferð riðilsins um aðra helgi á meðan ÍA mætir Breiðabliki. Breiðablik og ÍBV mætast næstkomandi laugardag í 2. umferð í riðlinum.

Byrjunarlið Stjörnunnar: Haraldur Björnsson, Óttar Bjarni Guðmundsson, Daníel Laxdal, Hörður Árnason, Jóhann Laxdal, Baldur Sigurðsson, Alex Þór Hauksson, Jósef Kristinn Jósefsson, Ævar Ingi Jóhannesson, Þorsteinn Már Ragnarsson, Kristófer Konráðsson.

Byrjunarlið ÍA: Árni Snær Ólafsson, Arnór Snær Guðmundsson, Albert Hafsteinsson, Hallur Flosason, Arnar Már Guðjónsson, Ólafur Valur Valdimarsson, Viktor Helgi Benediktsson, Einar Logi Einarsson, Hilmar Halldórsson, Hörður Ingi Gunarsson, Stefán Teitur Þórðarson.
Athugasemdir
banner
banner
banner