Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 16. janúar 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Geoffrey Castillion: Gott fyrir mig að spila annað tímabil á Íslandi
Mynd: FH - Twitter
Hollenski framherjinn Geoffrey Castillion spilaði sinn fyrsta leik með FH um síðustu helgi þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Grindavík í Fótbolta.net mótinu. Geoffrey komst strax á blað hjá FH en hann skoraði mark liðsins í leiknum.

„Það er alltaf gott að skora í fyrsta leik og ég vonast til að skora mörg mörk til viðbótar með FH," sagði Geoffrey í viðtali við Fótbolta.net í dag.

Geoffrey skoraði ellefu mörk í sextán leikjum í Pepsi-deildinni með Víkingi R. á síðasta tímabili. Hann ræddi við nokkur félög í Pepsi-deildinni eftir tímabilið en ákvað á endanum að ganga í raðir FH.

„Það voru nokkrir möguleikar fyrir mig en ég tel að það sé gott fyrir mig að spila annað tímabil á Íslandi. Ég vonast til að sleppa við meiðsli núna og ná heilu tímabili."

Geoffrey segir að það hafi verið erfið ákvörðun að fara frá Víkingi eftir eitt tímabil.

„Félagið var mjög gott fyrir mig. Það gaf mér tækifæri til að spila hér á Íslandi og það var erfitt að fara frá þeim en ég tel að þetta sé besta skrefið fyrir mig."

Geoffrey líkar vel við hörkuna í Pepsi-deildinni. „Þetta er góð deild. Það er mikið af líkamlegri baráttu en ég er stór og get höndlað það. Það eru nokkur góð lið í þessari deild."

FH endaði í 3. sæti í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar en stefnan er sett hærra á komandi tímabili.

„Aðalmarkmiðið er að vinna deildina. Við spilum líka í Evrópukeppni og sjáum hvernig þetta gengur. Það er langt undirbúningstímabil framundan og við sjáum hvernig þetta fer."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner