Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 16. janúar 2018 19:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grétar Sigfinnur yfirgefur Þrótt óvænt
Grétar er 35 ára.
Grétar er 35 ára.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn þaulreyndi Grétar Sigfinnur Sigurðarson er hættur hjá Þrótti Reykjavík og mun ekki leika með liðinu á næstu leiktíð.

Frá þessu segir Grétar í samtali við mbl.is.

Grétar staðfesti það að hann væri hættur hjá Þrótti en hann væri alls ekki hættur í fótbolta. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu samkvæmt Morgunblaðinu.

Grétar samdi við Þrótt fyrir síðasta tímabil eftir að hafa leikið lengi í efstu deild. Hann átti flott tímabil, var lykilmaður í vörn Þróttara og var valinn á varamannabekkinn í liði ársins í Inkasso-deildinni. Þróttur endaði í þriðja sæti Inkasso-deildarinnar.

Grétar Sigfinnur spilaði upp alla yngri flokka með KR og hefur leikið fjölmarga leiki þar í meistaraflokki, en hann var lánaður til Sindra árið 2000 þar sem hann hóf meistaraflokksferil sinn. Hann hefur einnig leikið með Víkingi R., Val og Stjörnunni hér á landi.

Grétar hefur verið orðaður við Fylki í slúðurpökkunum sem birtir hafa verið hér á Fótbolta.net. Fylkir samdi í gær við Helga Val Daníelsson og það væri stór yfirlýsing ef Grétar myndi líka semja í Árbænum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner