þri 16. janúar 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: mbl 
Katrín Jónsdóttir deilir reynslusögu: Fór að tala um ástkonu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Jónsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, opnaði sig í sambandi við #metoo herferðina og deildi sinni sögu á Facebook.

Þetta ákvað Katrín að gera í kjölfarið af yfirlýsingu íþróttakvenna sem taka þátt í #metoo byltingunni eins og margar aðrar stéttir.

„Þessi bylting er búin að vera mjög mikilvæg og það er gott að fá að upplifa þessa tíma og breytinguna sem er í gangi," sagði Katrín í samtali við Morgunblaðið.

Atvikið sem Katrín rifjar upp á Facebook er frá því þegar hún var 21 árs gömul. Hún hafði verið boðuð á fund til að ræða það sem hún hélt að væru samningsmál við mann hjá íþróttafélagi.

„Hins­veg­ar var mér boðið upp á rauðvíns­glas og maður­inn fór að tala um að hann þyrfti á ást­konu að halda. Það var al­veg aug­ljóst mál að hann hafði í huga ein­hverja róm­an­tík þetta kvöld," skrifar Katrín á Facebook.

Katrín yfirgaf fundinn fljótlega en deildi sögunni ekki með neinum öðrum en sínum nánustu. Síðar kom í ljós að maðurinn hafði áreitt fleiri leikmenn liðsins og enginn hafði stigið fram.

„Ég hefði gert stórmál úr þessu hefði þetta gerst í dag, því þetta er engan veginn í lagi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner