þri 16. janúar 2018 18:00
Elvar Geir Magnússon
Lambert: Skiptir ekki máli hvort ég var númer 15 eða 50 á blaði
Lambert er tekinn við Stoke.
Lambert er tekinn við Stoke.
Mynd: Getty Images
Paul Lambert, nýr stjóri Stoke, segir að honum sé sama hvort hann hafi verið fyrsti kostur félagsins eða ekki.

Þessi fyrrum stjóri Aston Villa og Norwich skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Stoke og tekur við af Mark Hughes sem var rekinn í síðustu viku.

Gary Rowett, Martin O’Neill og Quique Sanchez Flores höfnuðu Stoke sem situr í 18. sæti, fallsæti í ensku úrvalsdeildinni.

„Hvort sem ég var 15. kostur eða 50. skiptir mig nákvæmlega engu máli. Ég er bara hæstánægður með að vera hér og er spenntur. Ég óttaðist að fá ekki annað tækifæri í úrvalsdeildinni," segir Lambert.

„Að fá tækifærið hjá svona frábæru félagi er stórkostlegt. Ég get ekki beðið. Ég er ekki nýr í bransanum og er 100% viss um að við höfum það sem þarf til að halda okkur uppi. Það eru nokkrir mjög góðir leikmenn hérna."

Lambert var í stúkunni og horfði á Stoke tapa 3-0 fyrir Manchester United á Old Trafford í gær en hans fyrsti leikur við stjórnvölinn verður heimaleikur gegn Huddersfield á laugardag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner