Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 16. janúar 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Mkhitaryan lykillinn í félagaskiptum Sanchez til Man Utd
Henrikh Mkhitaryan.
Henrikh Mkhitaryan.
Mynd: Getty Images
BBC segir frá því í dag að Henrikh Mkhitaryan spili lykilhlutverk í mögulegum félagaskiptum Alexis Sanchez til Manchester United. Sanchez hefur sjálfur náð samkomulagi um að ganga í raðir United en félögin vilja bæði að Mkhitaryan fari til Arsenal í skiptum.

Hinn 28 ára gamli Mkhitaryan var ekki í leikmannahópi Manchester United gegn Stoke í gær en hann er nú að velta félagaskiptunum fyrir sér.

Ef Armeninn ákveður að ganga í raðir Arsenal þá ættu skiptin að ganga fljótt í gegn og Sanchez fer þá um leið til Manchester United.

Mkhitaryan kom til Manchester United frá Borussia Dortmund á 26 milljónir punda sumarið 2016. Hann hefur sjálfur ekki óskað eftir sölu frá United en hins vegar hefur hann verið úti í kuldanum hjá Jose Mourinho á þessu tímabili.

Alexis Sanchez verður samningslaus í sumar en miklar vangaveltur hafa verið í kringum framtíð hans að undanförnu. Manchester City hefur nú hætt endanlega við að reyna við Sanchez en hins vegar hefur Chelsea ákveðið að blanda sér í baráttuna um leikmanninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner