Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 16. janúar 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Leikstíllinn er að breytast fyrir Pogba
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho hrósaði Paul Pogba eftir 3-0 sigur Manchester United gegn Stoke í gærkvöldi.

Pogba lagði tvö fyrstu mörk leiksins upp og telur Mourinho leikstíl Rauðu djöflanna vera að breytast með hverjum leiknum.

„Hann hreyfði boltann ótrúlega vel í leiknum og var duglegur að nota blandaðar sendingar. Hann stjórnaði tempóinu og var alltaf ógnandi," sagði Mourinho um frammistöðu Pogba að leikslokum.

„Hann átti tvær stoðsendingar og hefði átt skilið að skora úr aukaspyrnunni þarna í lokin, það hefði verið fullkomið.

„Liðið er hægt og rólega að breyta um leikstíl. Þessi leikstíll virðist henta Pogba mjög vel, spilið er byggt í gegnum hann."


Pogba er búinn að skora þrjú mörk og leggja níu upp í þrettán deildarleikjum.

Man Utd er í öðru sæti deildarinnar, tólf stigum frá Manchester City sem tapaði fyrir Liverpool um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner