banner
   þri 16. janúar 2018 23:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Oldham neitar að hafa boðið í Alexis Sanchez
Sanchez er ekki á leið til Oldham.
Sanchez er ekki á leið til Oldham.
Mynd: Getty Images
Nú stendur kapphlaupið um Alexis Sanchez sem hæst. Manchester United þykir líklegast til að hreppa hann, en Manchester City, Chelsea og Liverpool hafa einnig verið orðuð við hann.

Fjölmörg lið eru á eftir honum en eitt af þeim liðum sem ekki er á eftir honum er Oldham Athletic. Hvernig er þetta vitað? Jú, Oldham Athletic sagði frá þessu á Twitter-síðu sinni.

„Félagið getur staðfest að það hafi ekki gert tilboð í Alexis Sanchez," segir í tísti frá félaginu, sem leikur í C-deild Englands.

"Ástæðan" fyrir þessu er sú að Ryan McLaughlin, leikmaður félagsins, birti tíst þar sem hann bað félagið um að tilkynna Sanchez.

Félagið var fljótt að bregðast við með áðurnefdnu tísti og bað í leiðinni McLaughlin um að fullorðnast.

Að öllu gamni slepptu er líklegast í augnablikinu að Sanchez fari til Manchester United, en í dag var það í fréttum að Henrikh Mkhitaryan væri væri lykillinn að félagaskiptunum.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner