Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 16. janúar 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Pogba taplaus í 35 leikjum í röð
Mikilvægur.
Mikilvægur.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, lagði upp tvö mörk og átti frábæran leik í 3-0 sigri á Stoke í gærkvöldi.

Pogba er nú taplaus í síðustu 35 leikjum sem hann hefur tekið þátt í ensku úrvalsdeildinni.

Pogba var fjarverandi þegar United tapaði gegn Manchester City, Huddersfield og Chelsea á þessu tímabili.

Gabriel Jesus, framherji Manchester City, er taplaus í síðustu 28 deildarleikjum sem hann hefur spilað og David Silva liðsfélagi hans í síðustu 25 leikjum.

Pogba hefur tekið þátt í þrettán leikjum í ensku úrvalsdeildinni í vetur en Manchester United hefur unnið níu þeirra og gert fjögur jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner