Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. janúar 2018 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Wales Online 
Swansea reynir að fá Gameiro og Gaitan
Gameiro og Gaitan fagna marki með Griezmann.
Gameiro og Gaitan fagna marki með Griezmann.
Mynd: Getty Images
Wales Online birti áhugaverða frétt hjá sér í dag. Þar segir að Swansea hafi rætt við Atletico Madrid um tvo leikmenn.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Nicolas Gaitan og Kevin Gameiro. Swansea vill fá þá til sín í þessum mánuði.

Swansea vill bæta í sóknarleikinn hjá sér og lítur Carlos Carvahal, stjóri félagsins, á Gameiro og Gaitan sem álitlega kosti, og það skiljanlega enda um hörkuleikmenn að ræða.

Swansea, sem hefur ekki fengið neinn leikmann nú þegar glugginn er hálfnaður, hefur rætt við Atletico um tvímenningana, en þeir hafa átt í vandræðum með að fá spiltíma á tímabilinu.

Gameiro er þrítugur og var frábær hjá Sevilla áður en hann gekk í raðir Atletico sumarið 2016 fyrir í kringum 30 milljónir punda. Hann hefur einungis spilað tíu leiki á tímabilinu og er með Antoine Griezmann og Diego Costa fyrir framan sig í goggunarröðinni.

Gaitan er 29 ára gamall kantmaður sem var keyptur til Atletico frá Benfica fyrir í kringum 20 milljónir punda. Gaitan hefur mest af verið á varamannabekknum hjá Atletico.

Gaitan hefur oft verið orðaður við Manchester United í fjölmiðlum, en United hefur ekki lengur áhuga á honum.

Hann gæti endað í Wales, rétt eins og félagi sinn Gameiro í þessum mánuði. Talið er að Swansea gæti reynt að fá þá á láni en ef félagið vill kaupa þá þyrfti það að borga um 40 milljónir punda fyrir þá báða.

Sky Sports tekur undir það að Swansea hafi rætt við Atletico um að fá leikmennina en ólíklegt sé að þeir endi í Wales.
Athugasemdir
banner