Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 16. janúar 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Tevez græddi rosalega í Kína - Segist hafa verið í fríi
Tevez við komuna til Kína í fyrra.
Tevez við komuna til Kína í fyrra.
Mynd: Getty Images
Argentínski framherjinn Carlos Tevez segist hafa verið í fríi í Kína þegar hann var á mála hjá Shanghai Shenhua á síðasta ári.

Hinn 33 ára gamli Tevez var á himinháum launum í Kína en hann gekk aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Boca Juniors á dögunum.

Tevez skoraði fá mörk í Kína en hann fékk mikla gagnrýni hjá Shanghai Shenhua fyrir að vera of þungur og fyrir að ná sér ekki á strik.

„Það er í góðu lagi að þjálfari og forseti Shanghai gagnrýni mig því ég var í fríi þar í sjö mánuði. Ég veit ekki hvað ég var að gera þar," sagði Tevez léttur í bragði í sjónvarpsviðtali í Argentínu.

„Þegar ég lenti í Kína þá vildi ég snúa aftur til Boca."

Diego Maradona er hæstánægður með að sjá Tevez í treyju Boca og hann hafði gaman að ævintýri framherjans í Kína.

„Hann fyllti jólasveinapokann af dollurum og núna er hann búinn að snúa aftur til Boca," sagði Maradona.

Útreikningar á launum Tevez í Kína
Laun miðað við hvern spilaðan leik: 240 milljónir króna
Laun miðað við hvert mark: 1,2 milljarður króna
Athugasemdir
banner
banner
banner