Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. janúar 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þurftu að fresta leik Porto - Leikvangurinn að hrynja
Mynd: Getty Images
Porto heimsótti Estoril í portúgalska boltanum í gærkvöldi og voru heimamenn 1-0 yfir í hálfleik.

Meðan leikmenn og starfsmenn voru í búningsklefunum báðu öryggisverðir áhorfendur um að fara af áhorfendapöllunum og inn á völlinn vegna hættuástands.

Hættuástandið myndaðist vegna þess að leikvangurinn sjálfur byrjaði að detta í sundur. Steypuklumpar sáust detta niður og sprungur mynduðust í veggjum.

Öryggisverðir vildu ekki taka áhættuna á að leikvangurinn myndi hrynja svo ákveðið var að fresta síðari hálfleiks til betri tíma.

Óljóst er hvernig framhaldið verður fyrir Estoril, því liðið á heimaleiki 30. janúar og 4. febrúar sem gæti verið hættulegt að spila.

Estoril er á botni deildarinnar með 12 stig eftir 17 umferðir. Porto er taplaust í toppbaráttunni og hefði getað endurheimt fyrsta sætið með sigri gegn Estoril.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner